Upplifðu séríslenska sveitaupplifun á sveitagistingunni okkar í Vík í Mýrdal
Velkomin á Sólheimahjáleigu
Velkomin á bæinn okkar – Sólheimahjáleigu. Gestgjafarnir ykkar eru Elín og Jónas en hér búa þrjár kynslóðir á bænum sem hefur verið innan sömu fjölskyldunnar frá því um 1860.
Við bjóðum upp á gistingu í tveimur húsum; hlöðunni og gamla bænum. Bæði húsin eru uppgerð og við leggjum áherslu á afslappað andrúmsloft og að halda í gamla stílinn.
Fjölskyldan hefur rekið gistiheimili hérna síðan 1984 og var með fyrstu hefbundnu bóndabæjunum til að bjóða upp á gistingu. Við erum afar stolt af okkar arfleifð og leitumst við að láta gestum okkar líða velkomnum.
Við bjóðum upp á kvöldverð og morgunverð á veitingastaðnum okkar og erum með bar við móttökuna.
Ásamt því að reka gistiheimili erum við sauðfjárbændur með um 210 fjár.
Við erum líka með 5 geitur, hænsni, endur, þrjá hesta og afar vingjarnlega hunda Nótt, Pílu og Perlu.
Ef þið viljið vita meira um búskapinn megið þið gjarnan spyrjast fyrir í móttökunni.
We are a family-run farm & guesthouse operated by Elín & Jónas. We are three generations living here at the moment and the estate has been in our family for over 150 years. We started offering accommodation in 1984 and we were among the first traditional farms to do so. We are proud of our heritage and strive to make our guests feel welcome.
In Sólheimahjáleiga we offer accommodation in two houses; the Old House and the Barn. Both houses have been renovated to maintain a relaxing atmosphere while still holding on to the old charm. We serve breakfast and dinner in our restaurant and you can also relax in the lounge and have a drink at the bar.
Along with running the guesthouse, we operate a sheep farm with 210 sheep. We also have 5 goats, a few hens, a few ducks, and three very friendly dogs called Nótt, Píla, and Perla. If you wish to know more about the farm please inquire further at the reception.
Hugguleg herbergi á sveitagistiheimili
Hjónaherbergi með sameiginlegu baði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sameiginlegu baðherbergi.
2 fullorðnir
1 x hjónarúm or 2 x einbreið rúm
10 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sameiginlegu baðherbergi.
2 fullorðnir
2 x einbreið rúm
10 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Þriggja manna herbergi með sameiginlegu baði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sameiginlegu baðherbergi.
3 fullorðnir
1 x hjónarúm and 1 x einbreitt rúm
10 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Fjölskylduherbergi (4 manna – Classic)
Rúmgott herbergi, bjart með sérbaðherbergi.
4 - 5 fullorðnnir
1 x hjónarúm, 1 x einbreitt rúm, 1 x svefnsófi
20 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Fjölskylduherbergi (5 manna – Deluxe)
Bjart herbergi með sérbaði, svölum og útsýni yfir jökulinn.
5 - 6 fullorðnir
1 x hjónarúm, 2 x einbreitt rúm, 1 x svefnsófi
20 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Hjónaherbergi með sérbaði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sér baðherbergi.
2 fullorðnir
1 x hjónarúm
16 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Tveggja manna herbergi með sérbaði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sér baðherbergi.
2 fullorðnir
2 x einbreið rúm
16 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Njóttu vel á veitingastaðnum okkar
Við bjóðum upp á morgunverð og kvöldverð í Sólheimahjáleigu.
Morgunverður er jafnan innifalinn í herbergisverði. Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð þar sem við reynum að vanda valið og setja okkar svip á úrvalið.
Morgunverðartíminn er frá 8:00 – 9:30 frá 1. desember – 29. febrúar en frá 07:30 – 9:30 frá 1. mars – 30. nóvember.
Milli 7 – 9 á kvöldin bjóðum við upp á kvöldverð. Matseðillinn er einfaldur en góður þar sem við bjóðum upp á bleikju, lamb, kjúkling eða grænmetisrétt ásamt því að vera með súpu dagsins. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á mat úr heimahéraði og tryggja þannig ferskleika eins og unnt er.
1. desember – 29. febrúar
8:00 – 9:30
1. mars – 30. nóvember
7:30 – 9:30
19:00-21:00
Hafið samband ef þið óskið eftir annari tímasetningu.
Umhverfið í Vík
Sólheimahjáleiga er vel staðsett við Suðurströndina, um 24. km frá Vík í Mýrdal og hingað er um 2 tíma akstur frá Reykjavík.
Staðurinn er kjörinn til að gista á ef ferðast á um Suðurland enda mikið af náttúruperlum í nágrenninu.
Í Vík í Mýrdal má finna alla helstu þjónustu, s.s. bensínstöð, matvörubúð, veitingastaði, banka, apótek og sundlaug. Talsvert er um gönguleiðir í nágrenninu og fjaran í Vík skartar jafnfram glæsilegu útsýni á Reynisdranga.
Úrval er af afþreyingarfyrirtækjum í nágrenninu þar sem hægt er að bóka ferðir í t.d. jöklagöngu, íshellaskoðun, hestaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir o.fl. Við er boðin og búin að aðstoða við slíkt og mæla með ferðum.
Við erum hlutaeigendur að Sólheimasandi þar sem finna má DC-3 flugvélaflakið sem er orðið víðfrægt en flakið er staðsett nokkra kílómetra frá bænum. Það er hægt að ganga niður að flakinu en við bjóðum einnig upp á ferðir þangað niður úr í samstarfi við KatlaTrack, sem er vinsæll ferðaskipuleggjandi hér á svæðinu.
Flugvélaflakið á Sólheimasandi – 4 km
Landslagið við DC-3 flugvélaflakið er stórfenglegt þar sem sjá má hafið, svartan sand, heiðina og tvo jökla; Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.
Skógafoss - 12 km
Skógafoss er einn af stærstu fossum Íslands, 25 metra breiður og 60 metra hár.
Seljavallalaug - 20 km
Elsta sundlaug landsins, byggð 1923.
Vík - 24 km
Fallegt þorp með um 320 íbúa. Öll helsta þjónusta er á staðnum.
Reynisfjara - 25 km
Vinsælasta fjara Íslands. Svartur sandurinn, beljandi hafið, stuðlaberið og Reynisdrangarnar gera Reynisfjöru að einstökum stað.
Dyrhólaey - 18 km
110m hár höfði með þverhníptu strandbergi í sjó fram. Talið er að Dyrhólaey hafi myndast á hlýskeiði seint á Ísöld við gos í sjó. Fallegur viti er uppi á Háey og útsýnið dásamlegt enda er Dyrhólaey einn vinsælasti viðkomustaður á Suðurströndinni.
Þjónusta & aðstaða
Innritun / Útritun
Innritun er frá kl. 16:00 síðdegis og móttakan er opin til kl. 22:00. Útritun er fyrir kl. 11 á morgnana.
Breakfast / Dinner
Morgunverður er innifalinn í herbergisverði og einnig er boðið upp á kvöldverð.
Þráðlaust net (Wi-fi)
Við bjóðum upp á ókeypis þráðlaust net sem er opið og krefst ekki lykilorðs.
Aðstaða
Bílastæði án gjaldtöku.
Bærinn okkar
Við rekum einnig sauðfjárbú og gestum er velkomið að heilsa upp á dýrin okkar. Ef þið viljið vita meira um búskapinn þá hafið endilega samband í móttökunni.
Önnur þjónusta
Öll herbergi eru þrifin daglega og starfsfólkið okkar leiðbeinir gestum með glöðu geði við að bóka skipulagðar ferðir og fræðast um umhverfið. Við getum boðið upp á nestispakka og þvegið þvott gegn aukagjaldi.