Sveitagisting á Suðurlandi
Velkomin í Sólheimahjáleigu
Velkomin á bæinn okkar – Sólheimahjáleigu. Gestgjafarnir ykkar eru Elín og Jónas. Hér búa líka Einar, Sara og börnin þeirra tvö. Hér búa því þrjár kynslóðir á bænum sem stendur og bærinn hefur verið í okkar fjölskyldu í yfir 150 ár.
Við bjóðum upp á gistingu í tveimur húsum; hlöðunni og gamla bænum. Bæði húsin eru uppgerð og við leggjum áherslu á afslappað andrúmsloft og að halda í gamla stílinn.
Fjölskyldan hefur rekið gistiheimili hérna síðan 1984 og var með fyrstu hefbundnu bóndabæjunum til að bjóða upp á gistingu. Við erum afar stolt af okkar arfleifð og leitumst við að láta gestum okkar líða velkomnum.
Við bjóðum upp á kvöldverð og morgunverð í matsalnum/glugghúsinu þar sem móttakan er.
Ásamt því að reka gistiheimili erum við sauðfjárbændur með um 270 fjár.
Við erum líka með 5 geitur, hænsni, endur, þrjá hesta og afar vingjarnlega hunda Perlu, Nótt og Ronju.
Ef þið viljið vita meira um búskapinn eða koma í heimsókn í fjárhúsið megið þið spyrjast fyrir í móttökunni.

Herbergin okkar
Hjónaherbergi með sameiginlegu baði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sameiginlegu baðherbergi.
2 fullorðnir
1 x hjónarúm or 2 x einbreið rúm
10 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sameiginlegu baðherbergi.
2 fullorðnir
2 x einbreið rúm
10 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Þriggja manna herbergi með sameiginlegu baði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sameiginlegu baðherbergi.
3 fullorðnir
1 x hjónarúm and 1 x einbreitt rúm
10 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Fjölskylduherbergi (4 manna – Classic)
Rúmgott herbergi, bjart með sérbaðherbergi.
4 - 5 fullorðnnir
1 x hjónarúm, 1 x einbreitt rúm, 1 x svefnsófi
20 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Fjölskylduherbergi (5 manna – Deluxe)
Bjart herbergi með sérbaði, svölum og útsýni yfir jökulinn.
5 - 6 fullorðnir
1 x hjónarúm, 2 x einbreitt rúm, 1 x svefnsófi
20 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Hjónaherbergi með sérbaði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sér baðherbergi.
2 fullorðnir
1 x hjónarúm
16 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Tveggja manna herbergi með sérbaði
Björt herbergi með nýjum innréttingum og sér baðherbergi.
2 fullorðnir
2 x einbreið rúm
16 fermetrar
Sængurföt, handklæði, hárblásari, snyrtivörur, nettenging og bílastæði.
Veitingastaðurinn
Við bjóðum upp á morgunverð og kvöldverð í Sólheimahjáleigu.
Morgunverður er jafnan innifalinn í herbergisverði. Við bjóðum upp á morgunverðarhlaðborð þar sem við reynum að vanda valið og setja okkar svip á úrvalið.
Morgunverðartíminn er frá 8:00 – 9:30 frá 1. desember – 29. febrúar en frá 07:30 – 9:30 frá 1. mars – 30. nóvember.
Milli 7 – 9 á kvöldin bjóðum við upp á kvöldverð. Matseðillinn er einfaldur en góður þar sem við bjóðum upp á bleikju, lamb, kjúkling eða grænmetisrétt ásamt því að vera með súpu dagsins. Við leggjum áherslu á að bjóða upp á mat úr heimahéraði og tryggja þannig ferskleika eins og unnt er.

Umhverfið
Sólheimahjáleiga er vel staðsett við Suðurströndina, um 24. km frá Vík í Mýrdal og hingað er um 2 tíma akstur frá Reykjavík.
Staðurinn er kjörinn til að gista á ef ferðast á um Suðurland enda mikið af náttúruperlum í nágrenninu.
Í Vík í Mýrdal má finna alla helstu þjónustu, s.s. bensínstöð, matvörubúð, veitingastaði, banka, apótek og sundlaug. Talsvert er um gönguleiðir í nágrenninu og fjaran í Vík skartar jafnfram glæsilegu útsýni á Reynisdranga.
Úrval er af afþreyingarfyrirtækjum í nágrenninu þar sem hægt er að bóka ferðir í t.d. jöklagöngu, íshellaskoðun, hestaferðir, gönguferðir, snjósleðaferðir o.fl. Við er boðin og búin að aðstoða við slíkt og mæla með ferðum.
Við erum hlutaeigendur að Sólheimasandi þar sem finna má DC-3 flugvélaflakið sem er orðið víðfrægt en flakið er staðsett nokkra kílómetra frá bænum. Það er hægt að ganga niður að flakinu en við bjóðum einnig upp á ferðir þangað niður úr í samstarfi við KatlaTrack, sem er vinsæll ferðaskipuleggjandi hér á svæðinu.
Flugvélaflakið á Sólheimasandi – 4 km
Landslagið við DC-3 flugvélaflakið er stórfenglegt þar sem sjá má hafið, svartan sand, heiðina og tvo jökla; Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.
Skógafoss - 12 km
Skógafoss er einn af stærstu fossum Íslands, 25 metra breiður og 60 metra hár.
Seljavallalaug - 20 km
Elsta sundlaug landsins, byggð 1923.
Vík - 24 km
Fallegt þorp með um 320 íbúa. Öll helsta þjónusta er á staðnum.
Reynisfjara - 25 km
Vinsælasta fjara Íslands. Svartur sandurinn, beljandi hafið, stuðlaberið og Reynisdrangarnar gera Reynisfjöru að einstökum stað.
Dyrhólaey - 18 km
110m hár höfði með þverhníptu strandbergi í sjó fram. Talið er að Dyrhólaey hafi myndast á hlýskeiði seint á Ísöld við gos í sjó. Fallegur viti er uppi á Háey og útsýnið dásamlegt enda er Dyrhólaey einn vinsælasti viðkomustaður á Suðurströndinni.













Þjónusta
Innritun / Útritun
Innritun er frá kl. 4 síðdegis og móttakan er opin til kl. 10. Útritun er fyrir kl. 11 á morgnana.
Bærinn okkar
Þráðlaust net (Wi-fi)
Við bjóðum upp á ókeypis þráðlaust net sem er opið og krefst ekki lykilorðs.
Aðstaða
Allir gestir hafa aðgang að sameiginlegu eldhúsi sem er í Gamla bænum.‘
Breakfast / Dinner
Morgunverður er innifalinn í herbergisverði og einnig er boðið upp á kvöldverð.
Önnur þjónusta
Öll herbergi eru þrifin daglega og starfsfólkið okkar leiðbeinir gestum með glöðu geði við að bóka skipulagðar ferðir og fræðast um umhverfið. Við getum boðið upp á nestispakka og þvegið þvott gegn aukagjaldi.
Hafðu samband
871 Vík
864 2919
info@solheimahjaleiga.is

Herbergin
Veitingastaðurinn
Umhverfið
Umsagnir
Staðsetning
Hafðu samband